Prjónahefð í íslenskum búningaarfi

Prjónahefð í íslenskum búningaarfi

Laugardaginn 10. nóvember kl. 14 flytur Guðrún Hildur Rosenkjær fyrirlestur í fyrirlestrarsal Þjóðminjsafnsins þar sem hún rekur sögu prjóns á Íslandi í stuttu máli og hvernig heimildaleit, rannsóknir og handverksþekking leiddi til endurgerðar þriggja kvenpeysa frá ca. 1790-1890. Að erindinu loknu gefst gestum tækifæri til að skoða endurgerðu peysurnar.

Aðgangur ókeypis allir velkomnir.

Sjá nánar um erindið á vef Þjóðminjasafnsins hér.