Opið hús á Sveinseyri

Steinunn Bergsteinsdóttir er með opið hús á Sveinseyri, Mosfellsbæ um helgina. 

Að venju verður taðreykta hangikjötið og hrossabjúgun á boðstólum. Einnig sinnepssúrkrás, rósablaðahlaup og aðrar sultur.

Margskonar ullarvörur, handgerðar peysur og hönnun úr íslenskri ull. Værðarvoðir og treflar. Mósaík og skartgripir.

Opið laugadag og sunnudag (2. og 3. des.) kl. 10-22.

Verið velkomin!