Námskeiðskynning 3. sept.

Námskeiðskynning fimmtudagskvöldið 3. september kl. 20 - bein útsending!

Námskeið Heimilisiðnaðarskólans verða kynnt í beinni útsendingu á facebook fimmtudagskvöldið 3. september kl. 20 - sjá viðburð hér. Kristín Vala Breiðfjörð kynnir námskeiðin, sýnir sýnishorn og spjallar við kennara. Að venju er námskeiðsframboðið fjölbreytt og spennandi. 

ATHUGIРað útsendingin kemur í stað kynningar á prjónakaffi í Nethyl sem löng hefð er fyrir en ekki er unnt að halda vegna Covid-19. 

Vefur Heimilisiðnaðarfélags Íslands