Námskeið í Opna Listaháskólanum

NÁMSKEIÐSFRAMBOРOPNA LISTAHÁSKÓLANS VORÖNN 2019

Kynning fimmtudaginn 10. janúar kl. 12:15 - 13:00
Laugarnesvegi 91 - Fyrirlestrarsal

Í gegnum Opna listaháskólann getur fólk sótt námskeið í öllum deildum Listaháskóla Íslands.

Í fjölbreyttri námskeiðsflórunni er meðal annars hægt að læra um sýningagerð- og sýningastjórnun, kynna sér listmeðferð í námi, tengsl tónlistar og heilabilunar, fræðast um íslenska leiklistarsögu og einnig rannsaka möguleika í notkun einfaldra kóða og aðgengilegrar rafeindatækni í listsköpun og hönnun, svo fátt eitt sé nefnt en alls eru 28 námskeið í boði á vorönn ´19.

Hér er hægt að kynna sér nánar öll þau fjölmörgu námskeið sem deildirnar bjóða upp á á vorönn.

Kynningin fer fram í fyrirlestrarsal 193 á jarðhæð í húsnæði Listaháskólans að Laugarnesvegi 91.

Öll velkomin!

Hægt er að fylgjast með Opna listaháskólanum á Facebook.