Námskeið í jurtalitun

Námskeið í jurtalitun 8. – 11. júní

Jurtalitun er heillandi viðfangsefni fyrir handverksfólk. Heimilisiðnaðarskólinn við Nethyl í Reykjavík heldur námskeið í jurtalitun dagana 8. – 11. júní.  Kennt er fimmtudag og föstudag kl. 19-22, laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 10-13. Nemendur kynnast nokkrum íslenskum jurtum sem notaðar hafa verið til litunar. Farið verður að tína jurtir í nágrenninu. Kennd er meðhöndlun á ull áður en hún er lituð. Ullarband er grunnlitað með jurtalitum og yfirlitað t.d. með kopar og járni. Einnig verða notuð erlend lífræn efni s.s. indigo og kaktuslús. Nemendur fá kennslugögn og útbúa vinnubók með prufum. Kennarar eru Sigrún Helgadóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir.

Námskeiðsgjald: 38.400 kr. (34.560 kr. fyrir félagsmenn) allt efni innifalið. Skráning fer fram á skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500.