Milli glers og auga

Milli glers og auga – art Graal 11. nóvember – 2. desember 2017

Sænski glerlistamaðurinn Rolf Sinnemark heldur sýningu hjá ARTgalleryGÁTT Hamraborg 3a, Kópavogi.

Rolf Sinnemark er fæddur í Stokkhólmi 1941 og er einn af þekkustu glerlistamönnum Svía. Hann lagði stund á iðnhönnum við Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi og að námi loknu vann hann  sem hönnuður fyrir öll helstu fyrirtæki á sviði iðn- og listhönnunar í Svíþjóð eins og Kosta Boda, Älghult og Rörstrands. Hann hefur hannað ótal nytjahluti úr gleri, postulíni og málmi sem hafa jafnvel ratað inn á íslensk heimili. Á undanförnum árum hefur hann fyrst og fremst einbeitt sér að glerlist og verk hans eru í eiga fjölmargra listasafna út um allan heim eins og The Corning Museum of Glass í New York og Victoria and Albert Museum i London. Rolf býr á Gotlandi þar sem hann stundar list sína á eigin vinnustofu. Rolf sýnir nú verk sín í fyrsta sinn á Íslandi. Öll verkin á sýningunni í ARTgalleryGÁTT eru til sölu.

Nánari upplýsingar hér