Listaganga á Vökudögum

Vökudagar á Akranesi 29. okt til 8. nóv.

Fimmtudaginn 29. október milli kl. 18 og 21 verða starfandi vinnustofur á Akranesi opnar og bjóða gesti velkomna. Gestir eru beðnir um að vera með grímur og virða fjarlægðarmörk á hverjum stað fyrir sig. Tilvalið að taka sér góðan göngutúr og kynna sér fjölbreytt viðfangsefni listafólks. Breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara, nýjustu upplýsingar verður að finna hér og á skagalif.is.

1. Vinnustofur Ægisbraut 30 gengið inn frá Vesturgötu
2. Philippe Ricart - Háholt 11
3. Kolbrún Kjarval - Kirkjubraut 48
4. Dýrfinna - Merkigerði 18
5. Gallerí Bjarni Þór - Kirkjubraut 1
6. Leirbakaríið - Suðurgata 50a
7. Ellý - Suðurgötu 87
8. Stúdíó Jóka - Skagabraut 17
9. Íslenskir eldsmiðir - Garðaholt 3

→ Listagangan á Facebook

MENNINGARHÁTÍÐIN VÖKUDAGAR

Á Akranesi er mannlíf í miklum blóma. Íbúar á Akranesi hafa aldrei verið fleiri og bærinn stækkar ört. Í blómlegum bæ er mikilvægt að menningarlíf sé öflugt og fjölskrúðugt þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Í lok október og byrjun nóvember ár hvert bjóða bæjaryfirvöld á Akranesi til menningarhátíðarinnar Vökudaga en tilgangur hátíðarinnar er ekki síst að efla menningarlífið í bænum og lífga um leið upp á skammdegið. Vökudagar 2020 standa frá 29. okt til 8. nóv.

→ Vökudagar á Facebook