Laus pláss í Íshúsi Hafnarfjarðar

Starfsemi Íshússins heldur áfram og nú eru nokkur laus rými fyrir skapandi hönnuði og handverksfólk. Einnig býður Íshúsið upp á 35 fm sal til tímabundinnar útleigu, sem hentar til dæmis vel til námskeiða- og fundarhalds eða fyrir tímabundna verkefnavinnu.

Nú í janúar fer af stað námskeiðaröð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrir Íshúsfólk og fjölbreytt og frábært samfélag Íshússins fylgir öllum plássum!

Allar frekari upplýsingar veitir Anna, anna@ishushafnarfjardar.is / s. 663 0666.

Einnig er velkomið að koma við á Strandgötu 90 og kíkja á aðstöðuna.