Jólamarkaður Norræna hússins

Ert þú að selja umhverfisvænar vörur?

Jólamarkaður Norræna hússins 2. desember 2018.

Opið fyrir umsóknir! 

Norræna húsið óskar eftir þátttakendum í jólamarkaði hússins – áhugasamir geta sótt um bás með því að senda póst á kristbjorg@nordichouse.is 

Umsókninni skal fylgja stutt lýsing á vörunum ásamt myndum og  praktískum upplýsingum um seljenda. Þátttaka er ókeypis.

Markaðurinn fer fram sunnudaginn 2. desember frá kl. 12-17 í Norræna húsinu.

Norræna húsið hefur haldið árlegan jólamarkað síðan 2016 og fengið glæsilegar móttökur bæði frá almenningi og þátttakendum.

Á markaðnum verða hönnuðir, listamenn, handverksfólk og netverslanir sem selja umhverfisvænar vörur og/eða fylgja umhverfissjónarmiðum í hönnun eða framleiðslu á vörum sínum.  Umhverfisvænar vörur eru sem dæmi endurhannaðar, lífrænar, úrgangslausar, endurunnar, plastlausar eða úr náttúrulegum efnum.