Íslenskir vettlingar

Út er komin prjónabókin ÍSLENSKIR VETTLINGAR - 25 nýjar útfærslur á gömlum mynstrum eftir Guðrúnu Hannele Henttinen.

Eins og titillinn segir inniheldur bókin uppskriftir af 25 vettlingapörum, mjög fjölbreyttum, í nýrri útgáfu sem er löguð að þörfum prjónara í dag. Fyrirmyndirnar er að finna á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Hvert vettlingapar er sýnt í upprunalegu útgáfunni og svo nýrri.

Allar uppskriftirnar eru með mynsturteikningu og texta.
Bókin er innbundin, harðspjalda og 277 blaðsíður. Komin í sölu í Storkinum, Síðumúla 20, Reykjavík.