Handverksnámskeið fyrir börn í sumar

Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á handverksnámskeið fyrir 8 - 12 ára börn í sumar. Það jafnast fátt á við að skapa fallega hluti með eigin höndum í góðum félagsskap og notalegu umhverfi. Námskeiðið fer fram í Nethyl 2e og á Árbæjarsafni (námskeiðið hefst og endar alltaf í Nethyl). Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi við allra hæfi. Má þar nefna tálgun, origami, bláþrykk, pappírs- og textílvinnu. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru kennarar og handverksfólk sem vant er að vinna með börnum.

Haldin verða tvö námskeið, 6.-9. ágúst (4 dagar) og 12.-16. ágúst (5 dagar) kl. 9-16 í húsnæði HFÍ í Nethyl 2e og á Árbæjarsafni.

Námskeiðsgjald fyrri vikuna er 28.900 kr. (26.000 kr. fyrir félagsmenn) - en þá seinni 36.200 kr. (32.600 krfyrir félagsmenn).  ATHUGIÐ - 10% systkinaafsláttur og 20% afsláttur til þeirra sem taka þátt báðar vikurnar. Verð 52.100 kr. fyrir 9 daga námskeið fyrir félagsmenn (í stað 65.200 kr).

Skráning í síma 551 5500 eða á netfangið skoli@heimilisidnadur.is

Sjá nánar á vef Heimilisiðnaðarfélagsins