Handverksnámskeið á vorönn 2021

Handverksnámskeið á vorönn 2021

Skráning er hafin á eftirfarandi námskeið Heimilisiðnaðarskólans á vorönn; prufuvefnaður, refilsaumur, þjóðbúningasaumur, saumur peysufatapeysu og knipl á þjóðbúning sjá hér. Fjölmörg námskeið í janúar og febrúar eru þegar uppseld þar sem færa þurfti fullbókuð námskeið í október og nóvember fram á þann tíma vegna Covid.

Vegna heimsfaraldursins hefur reynslan kennt okkur að ekki borgar sig að skipuleggja sig of langt fram í tímann og eru önnur námskeið því ótímasett enn sem komið er. Á meðal námskeiða sem verða í boði eru; brauðkarfa, tóvinna, leðursaumur, tálgun, shibori-litun, húlföldun, yfirfærsla útsaumsmunstra og margt fleira spennandi. Hlökkum til að taka á móti nemendum okkar!

Heimilisiðnaðarfélag Íslands rekur Heimilisiðnaðarskólann sem stendur fyrir um 80-90 handverksnámskeiðum á ári. Námskeiðin eru annars vegar þjóðleg námskeið svo sem þjóðbúningasaumur, vefnaður og tóvinna og hins vegar fjölbreyttar nýjungar sem njóta vinsælda hverju sinni svo sem körfuvefnaður, sápugerð, útsaumur, töskusaumur, tálgun og fleira. Námskeiðin fara fram í húsnæði félagsins í Nethyl 2e í Reykjavík.

Vefur Heimilisiðnaðarfélagsins