Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur

H A N D V E R K
OG H Ö N N U N

í Ráðhúsi Reykjavíkur
19. - 23. nóvember 2020

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

Umsóknarfrestur er til 15. september 2020

Þrátt fyrir mikið óvissuástand er stefnt að því að halda hinn árvissa viðburð HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2020. Að sjálfsögðu er fylgst grannt með þróun mála varðandi samkomur, fjöldatakmarkanir o.þ.h. og tilmælum Almannavarna fylgt.

Árið hefur reynst mörgum erfitt og í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að hætta við alla prentun og breyta áherslum í auglýsingum og lækka þar með þátttökugjöldin umtalsvert. Ákveðið hefur verið að treysta einungis á samfélagsmiðla og útvarp til kynningar. HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur á sér langa sögu og er þekktur viðburður í samfélaginu.

Vegna fyrirspurna er það tekið fram að ef svo illa fer að það þurfi að aflýsa viðburðinum verða þátttökugjöld endurgreidd að fullu.

Það liggur fyrir að afkoma fólks í skapandi greinum hefur hrunið í kjölfar Covid 19. Gert er ráð fyrir miklum fjölda umsókna. Þess vegna hefur verið ákveðið að leggja áherslu á sýnendur sem eru með muni sem eru að mestu eða að öllu leyti unnir á Íslandi.

Sýningin stendur í fimm daga og er aðgangur ókeypis.

Opnunartími

Fimmtudagur 19. nóvember kl. 16-19
Föstudagur 20. nóvember kl. 12-18
Laugardagur 21. nóvember kl. 12-18
Sunnudagur 22. nóvember kl. 12-18 
Mánudagur 23. nóvember kl. 12-18

Upplýsingar

  • Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku á sýningunni.
  • Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur og er ný valnefnd er skipuð fyrir hverja sýningu.
  • Mikilvægt er að sýningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar þátttakendur eru valdir.
  • Mikilvægt er að þeir sem hafa oft tekið þátt í sýningunni láti vita ef þeir ætla að kynna nýjar vörur.
  • Mikilvægt er að allir sem áhuga hafa á þátttöku geri ráð fyrir að vera sem mest á staðnum sjálfir. Eitt af markmiðum þessarar sýningar er að gestir hitti fólkið á bak við hlutina.

Kostnaður

Þátttökugjald vegna sýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2020 er:

kr. 59.500 fyrir hverja einingu með borði

kr. 50.000 án borðs.

Innifalið í þátttökugjaldinu er:

  • Kynningaraðstaða í Ráðhúsi Reykjavíkur í 5 daga, nafnamerking, veggir og lýsing.  Barmmerki fyrir sýnendur og aðstoðarfólk.
  • Rafrænn bæklingur (sambærilegur bæklingi 2019)
  • Kynning á heimasíðu með myndum. Heimasíðan verður áfram opin að sýningunni lokinni.
  • Umfangsmikil kynning á sýningunni.
  • Ýmis önnur þjónusta við þátttakendur. 

______________________________________________________________________

SKÚLAVERÐLAUN 2020

Verðlaun fyrir besta nýja hlutinn á sýningunni

Þátttakendur á sýningunni í Ráðhúsinu í nóvember geta tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR ákveðna nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn.

Hugmyndin er að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar.

Hlutirnir verða að vera nýir og hafa hvorki verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins.

Valnefnd sérfróðra mun ákveða hver hlýtur verðlaunin.