Fuglar

Sýningin FUGLAR  á Skriðuklaustri

Sýningin er opin alla daga til 22. apríl. Opið er 12 - 16 virka daga / 12-17 um helgar. Klausturkaffi er opið á sama tíma.

FUGLAR er páskasýning ársins 2018 á Skriðuklaustri og er hún unnin í samvinnu Gunnarsstofnunar og HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Þar má sjá fjölbreytta fugla úr leir, tré og pappír svo eitthvað sé nefnt. Á sýningunni er einnig bókin "Fuglar" sem Angústúra gaf út í fyrra.  

Sýnendur eru: Ágúst Jóhannsson, Erna Jónsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Hafþór Ragnar Þórhallsson, Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring, Margrét Þórarinsdóttir, Oddný Jósefsdóttir, Rósa Valtingojer, Smávinir/Lára Gunnarsdóttir og Úlfar Sveinbjörnsson.

Að auki er spilið Fuglafár eftir þær Birgittu Steingrímsdóttur og Heiðdísi Ingu Hilmarsdóttur á staðnum og geta gestir spreytt sig á því. Nánari upplýsingar um spilið Fuglafár má finna hér