Útimarkaður í porti Kirsuberjatrésins

Viltu taka þátt í útimarkaði í porti Kirsuberjatrésins í sumar?

Hugmyndin með markaðinum er að sýna samstöðu og bjóða fólki að koma og selja vörurnar sínar endurgjaldslaust. Stefnt er að því að halda þrjá útimarkaði í porti Kirsuberjatrésins (fyrir aftan búðina) þrjá laugardaga í sumar.

Dagsetningarnar eru: 13. júní, 18. júlí og 22. ágúst, allt laugardagar.

Opnunartíminn verður 12-17.

Markaðurinn verður þannig að hver og einn kemur með sitt borð og það er frítt að taka þátt.

"Upprunalega hugmyndin var: Við borgum engum og enginn borgar okkur fyrir þátttöku. Við viljum bjóða aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar, listafólki og tónlistarfólki að koma til að selja vörurnar sínar og peppa sig upp eftir Covid krísuna. Við hjálpumst öll að með markasetningu með því að vera dugleg að láta vita á samfélagsmiðlum. Við gerum það sem við getum til að auglýsa líka í gegnum alla miðla."

Hægt er að skrá sig á einn eða alla markaði sumarsins með því að senda tölvupóst á: portmarkadur.kirsuberjatred@gmail.com 

Það eru þær Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, fatahönnuður og listakona og Helga R. Mogensen skartgripahönnuður sem sjá um utanumhald og skipulagningu.

Portmarkaður Kirsuberjatrésins á Facebook