Opið fyrir umsóknir í keramik í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Opið er fyrir umsóknir á keramikbraut í Myndlistaskólanum í Reykjavík til 31. maí 2019. 

Á keramikbraut lærir þú að vinna með leir, gifs og postulín og öðlast fræðilega þekkingu á faginu. Rík áhersla er lögð á hugmyndavinnu og nemendur eru hvattir til fjölbreyttra rannsókna og tilrauna með miðilinn. 

 Athugið að nýir nemendahópar eru teknir inn annað hvert ár. Flestir núverandi nemendur hófu nám haustið 2018 en vegna forfalla eru nokkur pláss laus. 

Möguleiki er fyrir leirlista- og myndlistafólk að taka staka önn ef það hefur áhuga á að auka þekkingu sína á ákveðnu sviði innan leirlistar.

Á haustönn 2019 eru eftirfarandi áfangar kenndir:

HugmyndavinnaHönnun og framleiðslaGifsmótagerðMálstofaGlerungaefnafræði - Heimspeki.

Hér er hægt að sjá inntökuskilyrði og frekari upplýsingar um umsóknarferlið. 

Nánari upplýsingar veitir Sigurlína Margrét Osuala, deildarstjóri, keramik@mir.is