Líf eftir líf - textílsýning

Líf eftir líf, er samsýning á Hönnunarmars, á vegum Textílfélagsins sem haldin er í Veröld; húsi Vigdísar. Þar má sjá verk eftir textílhönnuði og listamenn með ólíkar áherslur í textíl.

Opnunartímar :
25.-29. mars - húsið er opið til 21:00
30. mars - opið frá 12:00-17:00
31. mars - opið frá 14:00-17:00

Áherslan í verkum sýningarinnar er á nýrri myndbirtingu arfs, endurtekningu, lífsgangi, nýju upphafi og endurnýtingu. Allt sem tengist hugtakinu, Líf eftir líf. Til sýnis eru textílverk í formi myndverka, vefnaðar, skúlptúra, skartgripa og fylgihluta.
Í sýningunni taka þátt yfir tuttugu textílhönnuðir og listamenn.

Sjá nánar um viðburðinn hér