3D þæfingarnámskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Laugardaginn 10. nóvember verður eins dags 3D þæfingarnámskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu aðferðir til að geta blaut-þæft í þrívídd. Kennd verða undirstöðuatriði þrívíddrar þæfingar og hvaða tækni þarf til að úr verði holt form og hvernig það haldist.

Hlutir sem m.a. er hægt að þæfa með þessari tækni eru; taska, púði, ljósakróna, vasi, karfa og hattur. Þæfingarkunnátta er æskileg en ekki nauðsyn.

Í lok dags fara þáttakendur heim með sitt eigið einstaka 3D verk ásamt fullt af hugmyndum og innblástri fyrir næstu þæfingarverk.

Skráning og nánari upplýsingar má finna hér ---> https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/3d-aefing