Brellur í vefnaði

Námskeið og fyrirlesur

Vefnaðarnámskeið 26. og 27. mars með Kadi Pajupuu frá Eistlandi. Námskeiðið er á vegum Heimilisiðnaðarfélagsins í samvinnu við Textílfélagið og er hugsað fyrir vana vefara. Kadi kennir við Pallas Listaháskólann í Tartu í Eistlandi. Hún hefur þróað aukahluti á vefstóla til að leika sér með uppistöðuna, breyta spennunni og breiddinni á vefnaðinum. Nemendur læra að vinna með Railreed og aðra aukahluti, til að skapa nýja og óvenjulega möguleika í vefnaði.
Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 26. mars og miðvikudaginn 27. mars kl 9-16, báða dagana. Námskeiðið kostar 37.800 kr (34.000 kr fyrir félagsmenn Textílfélagsins og Heimilisiðnaðarfélagsins).

Kadi heldur fyrirlestur uppfinningar sínar og tækni í Heimilisiðnaðarfélaginu í Nethyl, mánudagskvöldið 25. mars kl 19:30.

Nánari upplýsingar um Kadi Pajupuu má nálgast hér:

Lengd námskeiðs: 2 skipti / dagar = 14 klst.

26. - 27. mars, þri. og mið. kl. 9 - 16.

Námskeiðsgjald: 37.800 kr. (34.000 kr. fyrir félagsmenn HFÍ eða Textílfélagsins) - Vefjarefni er ekki innifalið.

Staðsetning: Nethylur 2e

Skráning: skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500.

Sjá nánar um námskeiðið hér