Aðventuopnun í Stúdíó Subbu

Laugardaginn 30. nóvember verður aðventuopnun í Stúdíó Subbu, Selhellu 13, Hafnarfirði kl. 13-18

Kristín Sigfríður Garðarsdóttir býður tveimur frábærum vinkonum og listaspírum, Grímu Eik og Kolbrúnu Ýr, að taka þátt í vinnustofuopnun. Munu þær sýna og selja sínar vörur í stúdíó Subbu Selhellu 13 Hafnarfirði, laugardaginn 30. nóvember, kl. 13-18.

Bjóða þær stöllur gesti og gangandi velkomna og verður boðið upp á aðventudrykk og kruðerí.

KRISTÍN verður með gler, postulín, leir, einnig textíl borðdúka og viskastykki sem unnin eru í Hollandi úr 100% lífrænni bómul.

GRÍMA EIK elskar pappír, áferðina og lyktina.
Endurnýtir og endurhannar og birtir hér nýstárlegt jólaskraut sem fer vel í hillu eða á borði.

KOLBRUN er umhverfisvænt hönnunarstúdíó sem leggur upp úr því að hanna vörur úr umhverfisvænu og/eða endurunnu hráefni. Kolbrún verður með Þakklætisdýrðina sína en það er röð hálsmena og annarra skartgripa sem búnir eru til úr endurunnu skarti frá íslenskum konum hvaðanæva af landinu.

Sjá nánar um opnunina hér