Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin 2015

Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin 2015
Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin 2015

Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin 2015 á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin 2015Skúlaverðlaunin 2015 voru afhent á fyrsta opnunardegi sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut Philippe Ricart fyrir handofin teppi úr Íslenskri ull. Teppin eru ofin með salunsvefnaði og vaðmálsáferð bæði fléttað vaðmál og víxlað vaðamál. Þetta eru einstaklega falleg og vönduð teppi og að öllu leyti handgerð.
Philippe sem búsettur er á Akranesi, er einn af okkar fremstu listhandverksmönnum er mjög fjölhæfur og hefur starfað í mörg ár. Hann vinnur mest úr íslensku hráefni og mest í íslenska ull. Hann vinnur líka töluvert í íslenskan við, bæði lerki og birki. Philippe er fæddur í Frakklandi en hefur búið á Íslandi í áratugi. 
Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og var það Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri sem afhenti verðlaunin.
Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var haldin dagana 5.-9. nóvember og voru þátttakendur 58 talsins. Þeir sem valdir voru til þátttöku í sýningunni nú í nóvember gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn.  Skilyrðin voru að hlutirnir  máttu hvorki  hafa  verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. tæplega tuttugu  tillögur bárust og faglega valnefnd skipuðu Elín Bríta Sigvaldadóttir, vöruhönnuður og Helga Pálína Brynjólfsdóttir, textílhönnuður.
Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík. 

Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins

Hér má lesa viðtal við Philippe Ricart sem birtist í Vikunni þann 8. október 2015 (39. tbl. 77. árg.)