HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2021

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið haldið síðan 2006. Gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði og fjölbreytnin mikil. Þessi sýning hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi og dregur alltaf að sér þúsundir gesta. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og  kynna vörur sínar á sýningunni. Það voru því mikil vonbrigði þegar sýningunni sem halda átti í nóvember í fyrra var aflýst vegna Covid-19 faraldursins. Því hefur verið ákveðið, þrátt fyrir að enn ríki óvissa um þróun faraldursins hérlendis og hvernig samkomutakmörkunum verði háttað næstu mánuði, að freista þess að halda tvær sýningar í Ráðhúsinu þetta árið.

Fyrirhugað er að halda næstu sýningu í Ráðhúsinu dagana 18. - 22. nóv. 2021

Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar birtast síðar.

Dags: 18.11 - 22.11 2021
Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur

Nánari upplýsingar um sýninguna og umsóknarfrest munu birtast síðar.